138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[10:43]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Frú forseti. Við erum að greiða atkvæði um hvort veita eigi fjármálafyrirtæki starfsleyfi til að vera bæði viðskiptabanki og lánafyrirtæki. Tillagan gengur út á að það eigi ekki að leyfa þetta. Það hefur verið sérstakt kappsmál þingmanna Vinstri grænna að leyfa þetta ekki, en í ljósi þeirra ráðlegginga sem m.a. hafa komið frá OECD um að fara varlega í að aðskilja viðskiptabankastarfsemi og lánastarfsemi vegna þess að það eykur hættu á brunaútsölu teljum við í meiri hlutanum og þingflokki Vinstri grænna að það eigi að taka þetta upp í nefndinni og kanna með hvaða hætti sé best að fara út í þennan aðskilnað.