138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

574. mál
[11:10]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vil ljúka lofsorði á vinnu iðnaðarnefndar í þessu máli en nefndin hefur fengið til sín fjölda aðila til að fara yfir þetta mikilvæga mál. Það horfir til framfara fyrir íslenskt atvinnulíf og er mjög mikilvægt fyrir framsókn þess á næstu árum að mati þess sem hér stendur. Hér er verið að taka almennt á ívilnunum í stað þess að taka sértækt á þeim í hvert sinn sem nýtt verkefni ber að ströndum Íslands. Hér er hafin sókn í atvinnumálum og það er vel.