138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.

574. mál
[11:13]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég lagði fram þingsályktunartillögu ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, bæði á sumarþinginu á liðnu ári og aftur á haustþinginu, um þetta mál og svipað mál. Þess vegna er ástæða til að koma hér upp og fagna því að við séum að afgreiða þetta mál í dag. Þetta er stór dagur og skiptir miklu máli fyrir það stóra verkefni að liðka fyrir fjárfestingum. Ég segi já með glöðu geði.