138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[17:04]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að orðlengja þetta. Ég vil bara þakka hv. þm. Skúla Helgasyni fyrir ræðu hans. Það er rétt, ég heyrði ræðu hans fyrr í dag og fagna þessum orðum hans og veit að nefndin mun að sjálfsögðu gefa sér góðan tíma til að fara yfir þetta.