138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[17:11]
Horfa

Forseti (Árni Þór Sigurðsson):

Forseti vill taka það fram að hæstv. iðnaðarráðherra kom hingað í ræðustól og gerði að umtalsefni að eftir sér hefði verið kallað af hv. þm. Sigurði Kára Kristjánssyni og beindi máli sínu til forseta og spurði hvort hann væri hér í húsi. (Gripið fram í.) Forseti svaraði fyrirspurn hæstv. iðnaðarráðherra, svo einfalt var það. (Gripið fram í.)