138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[17:16]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar ég talaði um leik áðan var það undir liðnum um fundarstjórn forseta. Ég var ekki að tala um umræðuna sem átti sér stað í dag, vegna þess að hún var málefnaleg. Hún hefur verið góð, enda er málið gríðarlega víðtækt. Þetta er líka prinsippmál sem snýr að vandaðri stjórnsýslu. Þannig að málið er gríðarlega stórt. Hv. þm. Skúli Helgason lýsti því í ræðum sínum og andsvörum í dag að málið verði tekið til vandaðrar umfjöllunar í iðnaðarnefnd. Ég vænti þess að þar muni þessi ágæta umræða halda áfram. Þannig að hv. þingmaður hefur misskilið mig þegar ég talaði áðan um leik. Þegar ég talaði um leik var ég að tala um hinn kunnuglega leik sem á sér stundum stað undir liðnum um fundarstjórn forseta. Ég átti alls ekki við hina ágætu umræðu sem hefur verið efnislega um málið hér í dag.