138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

aðför og gjaldþrotaskipti.

447. mál
[19:25]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég vil gera örstutta grein fyrir þeim fyrirvara sem ég gerði við nefndarálitið og málið. Hann lýtur að því atriði sem hv. formaður allsherjarnefndar Róbert Marshall nefndi hér áðan, ábyrgð stjórnarmanna í fyrirtækjum. Í nefndinni tók ég undir sjónarmið sem komu fram m.a. hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og Samtökum atvinnulífsins um að þarna kynni að vera lögð fullþungbær skylda á þá sem eru stjórnarmenn í fyrirtækjum. Auðvitað er ljóst að ábyrgð þeirra er mikil en spurning hvort sú regla sem sett er fram í frumvarpinu leggi fullþungbæra skyldu á þá.

Þetta atriði vildi ég árétta sérstaklega en að öðru leyti lýsi ég stuðningi við þetta frumvarp og eins og kom fram stóð ég að þessu nefndaráliti og tel að margar mikilvægar réttarbætur felist í því og að full ástæða sé til að það nái fram að ganga.