138. löggjafarþing — 139. fundur,  14. júní 2010.

afgreiðsla mála fyrir þinghlé.

[12:06]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Ég kem upp undir liðnum um fundarstjórn til að beina þeim tilmælum til forseta að leggja ekki svona mikla áherslu á að ljúka þinginu. Heimilin eru á bjargbrúninni, við höfum ekki enn þá fundið ásættanlegar lausnir á þeirra málum. Yfir okkur vofa vatnalögin, sem kunna að taka gildi, frá 2006 sem eru eitthvað það versta sem það tímabil gat af sér. Ég legg áherslu á að við finnum ásættanlega niðurstöðu í þessi mál fremur en að flýta okkur í sumarfrí.