138. löggjafarþing — 139. fundur,  14. júní 2010.

afgreiðsla mála fyrir þinghlé.

[12:08]
Horfa

Skúli Helgason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég til taka undir þau ummæli hv. þingmanna sem fallið hafa í þessari umræðu um að mikilvægt sé að við finnum leið til að ná sátt um mikilvæg mál sem á okkur brenna. Þar á meðal eru mál sem tengjast skuldastöðu heimilanna, þar á meðal eru mál sem tengjast uppbyggingu atvinnulífsins og þar á meðal eru hin umdeildu vatnalög frá árinu 2006 sem við erum með frumvarp um að afnema í eitt skipti fyrir öll. Við finnum það öll sem störfum í þinginu þessa dagana að þetta mál hvílir þungt á þjóðinni og mikill ótti er í samfélaginu við að þessi umdeildu lög taki gildi. Iðnaðarnefnd Alþingis hefur fjallað mjög vandlega um málið og skilað af sér meirihlutaáliti og ég vil hvetja til þess að við fáum málið til umræðu á þinginu hið fyrsta.