138. löggjafarþing — 139. fundur,  14. júní 2010.

geislavarnir.

543. mál
[12:25]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í þessu efni hafa vísindin tekið af tvímæli svo sem fram hefur komið á fundum heilbrigðisnefndar ítrekað. Fræðsla og kynning til ungmenna hefur ekki tekist sem skyldi í þessu efni og því greiði ég atkvæði með glöðu geði, börnum og ungmennum til heilla, og ég endurtek það sem áður hefur verið sagt hér að það er ábyrgðarhluti að vera ekki í liði með börnum í þessu efni.