138. löggjafarþing — 140. fundur,  14. júní 2010.

reglur um þjóðfánann.

643. mál
[12:41]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Ég fagna þeirri umræðu sem hv. þm. Siv Friðleifsdóttir vekur máls á hér um þjóðfánann okkar sem við berum að sjálfsögðu öll mikla virðingu fyrir. En ég hef velt því mikið fyrir mér á undangengnum árum hvort ekki mætti rýmka reglurnar í kringum þjóðfánann okkar og hvort við eigum ekki að nota hann meira en við höfum gert. Ekki síst á tímum sem þessum er fáninn sameiningartákn okkar og ég tel að við eigum að huga að því að rýmka þessar reglur og hvet hæstv. forsætisráðherra til þess að setja þá vinnu af stað. Ég held að breyting á slíkum reglum gæti einungis orðið til góðs, hún gæti enn aukið virðingu okkar gagnvart því sameiningartákni sem íslenski þjóðfáninn er. Þess vegna tel ég rétt og tek undir með þeim þingmönnum sem hafa mælst til þess að við tökum þessar reglur upp og reynum að rýmka þær þannig að við getum notið þjóðfánans okkar í meira mæli en nú er.