138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

aðgerðir í skuldamálum.

[10:08]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Sú sem hér stendur væri fyrst manna til að stuðla að því að slíkar aðgerðir kæmu til framkvæmda ef ég fyndi að þær væru raunhæfar og framkvæmanlegar, ef ég fyndi að þær mundu ekki kosta skattgreiðendur, ríkið og Íbúðalánasjóð mikla fjármuni sem ríkið getur ekki staðið undir.

Ég held að hér í þinginu sé verið að vinna mjög góða þverpólitíska vinnu við að finna lausnir á ýmsum vandamálum sem menn hafa verið með á borðinu til að hjálpa heimilunum enn frekar. Það er til fyrirmyndar hvernig að því er staðið og ég vil segja að það er brýnt að þessu þingi ljúki ekki fyrr en sá pakki er allur í höfn. Mér finnst ekkert að því að menn starfi hér yfir sumarið og skoði frekari aðgerðir ef menn sjá eitthvað uppi á borðum sem er raunhæft og hægt að sameinast um. Lykilatriðið er að við klárum þennan heimilispakka sem er kominn langleiðina, hvort sem (Forseti hringir.) við þurfum einhverja fleiri daga til þess eða ekki. Það er brýnasta viðfangsefnið núna.