138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[17:52]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði bara að koma á framfæri ánægju minni með þá breytingartillögu sem er gerð við frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur um að öll atkvæði skuli talin í einu á einum og sama stað og úrslit birt í einu lagi. Ég tel það hina réttu leið þegar um þjóðaratkvæði er að ræða, þá er eitt atkvæði á hvern kosningarbæran mann í landinu og ég tel eðlilegt að ekki sé gerður greinarmunur á því hvar þau atkvæði eru greidd. Ég vildi líka í leiðinni segja að við ættum að huga að því að breyta lögum um forsetakjör til samræmis við þessa breytingu.