138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

þjóðaratkvæðagreiðslur.

112. mál
[17:58]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki sammála þessum útskýringum og staðhæfingum hv. þingmanns um að upplýsingar í þeim löndum sem hann nefnir hafi ekki verið veittar og að kjósendur hafi ekki verið upplýstir um það sem þeir voru að kjósa um þannig að ég deili þeim áhyggjum ekki með hv. þingmanni.

Ég skal hins vegar segja það enn og aftur að ég tel það skipta mjög miklu máli að þegar efnt er til þjóðaratkvæðagreiðslu, um hvaða málefni sem er, sé kynning í hinu besta lagi þannig að kjósendur viti um hvað þeir eru að kjósa. Hvort eitthvert apparat sem heitir Lýðræðisstofa eða annað sér um það sé ég ekki að skipti meginmáli, heldur að rétt og vel sé staðið að upplýsingagjöf og fyrir bæði já- og nei-hreyfingar. Ég hef lýst því fyrr í þingsal að ég tel rétt að ríkisvaldið standi að því að svo verði.