138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

samgönguáætlun fyrir árin 2009--2012.

582. mál
[20:14]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Á meðan höfuðborgarbúar tala um að þeir þurfi að fá betri samgöngur og að laga megi og bæta samgöngur þar sem þær eru reyndar prýðilegar fyrir eru aðrir landshlutar að berjast fyrir því að fá samgöngur.

Ég er sátt við þær áherslur sem lagðar eru í þessari samgönguáætlun og greiði henni þar af leiðandi atkvæði mitt um leið og ég treysti því að þegar fjármunir losna, við það að farið verður út í stórframkvæmdir með veggjöldum, muni þeir renna til þeirra byggðarlaga sem ekki geta nýtt sér slíka fjármögnun.