138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

255. mál
[22:43]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Hv. þingmaður svaraði ekki af hverju menn væru með þetta í tveimur deildum en ekki á tveimur kennitölum, algjörlega aðgreindum, og ég ætla að biðja hana um að svara því aftur því að ég tel að það sé óþarfaáhætta.

Svo vil ég benda hv. þingmanni á það að hún breytir ekki tilskipunum Evrópusambandsins, þær gilda. Ef menn vísa í lögum og í nefndaráliti til þess að hér sé verið að innleiða ákveðna tilskipun frá Evrópusambandinu, sem ekki er búið að taka upp á Evrópska efnahagssvæðinu, vegna þess að við viljum vera svo framarlega á merinni, á undan öðrum á Evrópska efnahagssvæðinu, þá eru menn að taka á sig miklu hærri upphæðir, 50 þúsund evrur, og auk þess eru menn að taka ríkisábyrgð á þessu, því að það stendur að ríkin skuli tryggja að innstæðukerfin haldi.

Það var ekki þannig í gömlu tilskipuninni frá 1994, þannig að ég óttast þetta verulega, frú forseti.