138. löggjafarþing — 142. fundur,  15. júní 2010.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

255. mál
[22:50]
Horfa

Frsm. meiri hluta viðskn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ef hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson er svona sannfærður um að innstæðutryggingarsjóður muni ekki geta fengið lán á viðskiptalegum grunni langar mig til að vita hvort hann trúi því að hér sé einhver grundvöllur fyrir einkabanka. Vegna þess að ef innstæðutryggingarsjóðurinn fær ekki lán til að bæta innstæðueigendum tap sitt og þarf þar af leiðandi að leita til ríkissjóðs þá er bara besta kerfið að hafa ríkisbanka til að tryggja að innstæðueigendur fái alltaf lágmarkstryggingu.