138. löggjafarþing — 143. fundur,  16. júní 2010.

framhald þingfundar.

[05:31]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Þessi fundur hefur auðvitað staðið í nótt og mál að við förum að klára þau mál sem fyrir liggja. Ég held að ef við værum ekki að efna til langdreginna umræðna um fundarstjórn forseta væri ekki mikið verk að loka þessari dagskrá. Ég held að hér standi málin einfaldlega þannig að það skipti miklu að halda kúrs og við reynum að ljúka því sem samið var um í gær. Stjórnarandstaðan kom að því að semja um framgang mála í dag. Öll þau mál sem hér er verið að ræða og hafa ekki verið rædd fara til nefndar og verða auðvitað rædd þar frekar og koma aftur inn.