138. löggjafarþing — 143. fundur,  16. júní 2010.

framhald þingfundar.

[05:34]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Þessi fundur er náttúrlega kominn í upplausn. Klukkan er orðin rúmlega hálfsex. Það er algerlega óásættanlegt að hæstv. forseti tali til okkar þannig að hún geri lítið úr því að einungis séu þrjú mál eftir á dagskrá. Ég veit ekki betur en þetta séu allt þrjú stórmál sem eru eftir á dagskrá. Auk þess veit ég ekki betur en að enn eigi eftir að greiða atkvæði og enn eigi eftir að setja annan fund þar sem nokkur mál verða rædd. Klukkan er orðin rúmlega hálfsex. Við ætlum ekki að láta þessa fundi ná saman frá einum fundi til annars, er það? Ég styð tillögu sem fram er komin um að þingflokksformenn verði kallaðir strax saman og fundi slitið strax í framhaldinu vegna þess að þetta getur ekki gengið svona. Við gerum ekki heimilunum og fyrirtækjunum í landinu, íbúum þessa lands, neinn greiða með því að vera hér syfjuð og pirruð að setja lög um skuldavanda heimilanna. Það gerir engum gagn.

(Forseti (SF): Þingforseti mun kalla þingflokksformenn saman við fyrsta tækifæri og er verið að undirbúa þann fund núna.)