138. löggjafarþing — 143. fundur,  16. júní 2010.

framhald þingfundar.

[05:43]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Það er kannski af því að ég er svefnlaus og er líka farin að verða svöng sem mér finnst hæstv. ráðherra ekkert sérstaklega fyndinn þegar hann er að gera að gamni sínu. Ég bið forláts á því að vera svona húmorslaus í morgunsárið. En ég vildi líka koma hingað upp til að segja hæstv. ráðherra að það hefur ekki verið kallaður saman neinn fundur þingflokksformanna vegna þess að hér stend ég og er ekki búin að fá fundarboð nema ef vera skyldi að hv. þm. Árni Þór Sigurðsson væri að benda mér á að koma á fund núna. Þá skal ég bara drífa mig úr þessum ágæta ræðustól og fara á þennan ágæta þingflokksformannafund.