138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[11:17]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Samkomulag er milli þingflokkanna um fyrirkomulag umræðunnar sem mun standa í röska fjóra og hálfa klukkustund. Samfylkingin hefur hálfa klukkustund í umræðunni, Sjálfstæðisflokkur eina og hálfa klukkustund, Vinstri hreyfingin – grænt framboð hálfa klukkustund, Framsóknarflokkur eina og hálfa klukkustund og Hreyfingin hálfa klukkustund.

Andsvör verða aðeins leyfð við ræðum formanna flokka eða talsmanna. Andsvör eru hluti af ræðutíma flokkanna en svör við andsvörum koma til viðbótar áðurgreindum ræðutíma hvers flokks.