138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

umboðsmaður skuldara.

562. mál
[16:57]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu. Ég greiði þessu ágæta frumvarpi atkvæði mitt og samþykki að það gangi áfram. Ég vonast til að nefndin muni taka þetta mál eins og önnur mál er tengjast skuldugum heimilum til umfjöllunar milli 2. og 3. umr. Ástæðan fyrir því að ég kem upp er sú að mín skoðun er að það þurfi að ganga miklu lengra til þess að aðstoða heimilin í skuldavanda sínum. Það er hvergi nógu langt gengið.