138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

varnarmálalög.

581. mál
[17:07]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Með brottför bandaríska hersins urðu þáttaskil í íslenskum utanríkismálum. Í kjölfarið var ákveðið að setja á laggirnar Varnarmálastofnun án þess að fram færi stefnumótun í öryggis- og varnarmálum. Vinstri hreyfingin – grænt framboð var andvíg því skrefi, bæði vegna þeirrar hernaðarstefnu sem við töldum að þar væri tekin en eins vegna þeirra miklu fjármuna sem var ákveðið að setja í þann málaflokk. Við fögnum því skrefi sem nú er tekið með niðurlagningu Varnarmálastofnunar og bindum vonir við að boðuð stefnumótun færi okkur nýjar áherslur í öryggis- og varnarmálum herlausrar þjóðar. Ég segi já.