138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

erfðabreyttar lífverur.

516. mál
[17:15]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið erum við að auka almannarétt sem er mjög gott mál. Með því að taka þessa varúðarreglu upp tryggjum við að náttúran fái að njóti vafans. Ég held að við ættum að bíða, því innan mánaðar er væntanleg skýrsla Evrópusambandsins um mat á reynslu aðildarlandanna af þessari tilskipun. Við hefðum átt að taka þetta upp fyrir tveim eða þrem árum. Það skiptir engu máli hvort við bíðum nokkra mánuði lengur. Það er ljóst að tilskipunin veitir okkur svigrúm til þess að meta hvað eru séríslenskar aðstæður. Ég vona að ástæðan fyrir þeim flýti sem hér er í gangi sé ekki yfirvofandi kæra frá umhverfisráðuneytinu þess efnis að menn ætli sér að nýta þessi lög til þess að koma í veg fyrir þá nýsköpun og atvinnusköpun sem felst í kornrækt bænda víða um land. Ég vona að þetta sé ekki ástæðan fyrir því að þetta er keyrt í gegn. Ég vona að svo sé ekki. Ég sit hjá.