138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

vísun frumvarps um Stjórnarráðið til nefndar.

[17:19]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Að aflokinni 1. umr um Stjórnarráð Íslands var því máli vísað til allsherjarnefndar og 2. umr. í kjölfarið. Af þessu tilefni óska ég eftir því við allsherjarnefnd að málinu verði vísað til umsagnar og álits annarra þingnefnda. Þetta mál snýr að hagsmunum sem eru á verk- og málasviði ýmissa þingnefnda, mér sýnist raunar allra þingnefnda. Þess vegna er mjög mikilvægt í þessu stóra þýðingarmikla máli, sem mun hafa mikil áhrif og afleiðingar, að við heyrum sjónarmið þingnefnda. Erindi mitt hérna er að óska eftir því að hv. allsherjarnefnd vísi þessum málum til viðeigandi þingnefnda til umsagnar og álits.