138. löggjafarþing — 145. fundur,  16. júní 2010.

vatnalög.

675. mál
[17:26]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Hæstv. forseti. Í þessu máli takast á almannahagsmunir og sérhagsmunir. Við þessa atkvæðagreiðslu skal skýrt tekið fram að umdeild vatnalög frá 2006 tóku, að mati þess sem hér stendur, meira tillit til landeigenda en almennings. Þau munu aldrei taka gildi á stjórnartíma jafnaðarmanna á Íslandi.