138. löggjafarþing — 146. fundur,  16. júní 2010.

vatnalög.

675. mál
[17:47]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um frestun vatnalaganna. Það er vel að þessi leið hafi verið farin. Þetta er leið sátta sem við veljum. Nú hefst vinna þingsins við það frumvarp sem þegar hefur verið lagt fyrir hæstv. iðnaðarráðherra, að lagfæra það og laga að sjónarmiðum beggja þannig að sátt megi ríkja um þetta mikla mál til frambúðar. Ég segi já við þessari frestun.