138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

fundarstjórn.

[14:35]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Ég finn til ábyrgðar að taka til máls um það málefni sem hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson ræddi um áðan vegna þess að það frumvarp sem hann talar um er í sjálfu sér ágætistillaga. Í raun þarf ekki lagabreytingar hér og nú til að unnt sé að koma á flýtimeðferð fyrir dómstólum en til lengri tíma litið væri hægt að hafa slíkt ákvæði í lögum og ég lýsi mig reiðubúna til að vinna að máli hv. þingmanns þannig að það verði tækt til samþykktar strax í september ef svo ber undir.