138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

viðbrögð ríkisstjórnarinnar við hæstaréttardómum um gengistryggð lán.

[14:49]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Þetta er umræða um frumvarp sem ekki er enn komið á dagskrá og ég lýsti þeim sjónarmiðum að lagabreytingar séu ekki þarfar nú til þess að unnt sé að koma á flýtimeðferð. Af virðingu við hv. flutningsmenn frumvarpsins og þingið taldi ég rétt að bjóða að málið yrði skoðað og taldi ekkert útilokað að það væri æskilegt. Það hefur auðvitað gefist mjög stuttur tími til að kanna efnishlið málsins en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef og að ráði sérfræðinga sem ég hef fengið ráðgjöf hjá eru lagabreytingar ekki nauðsynlegar nú. (Gripið fram í: Hvenær?)