138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

662. mál
[15:25]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bregðast við þeim orðum hv. þingmanns um að málið hafi legið í einhvers konar saltpækli í þingflokki Samfylkingarinnar. Hið fyrra lagaálit sem liggur fyrir í málinu, um það hvort það stangist á við stjórnarskrána, er frá árinu 2005 og mig rekur minni til þess að hv. þingmaður hafi þá verið í landbúnaðarráðuneytinu og sjávarútvegsráðuneytinu áður en hann fór í þá stöðu sem hann er núna. Það má því spyrja hversu djúp sú saltpækilstunna er sem hv. þingmaður lagði málið í, í ráðuneytinu.