138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

umboðsmaður skuldara.

562. mál
[16:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við ræðum hér um umboðsmann skuldara sem er í reynd kjarnastykki þeirra frumvarpa sem við erum hér að samþykkja til að koma í veg fyrir gjaldþrot hugsanlega 8.000–10.000 heimila. Það skiptir verulegu máli hvernig til tekst. Hins vegar er þetta eingöngu lausn á litlum hluta vandans, það er mjög stór hluti heimila sem kemst varla af og hæstv. ríkisstjórn verður að fara að sinna þeim hluta með því að auka atvinnu í landinu, því að oft er það auðvitað atvinnuleysi sem veldur þessum vandræðum, með því að auka umsvif þannig að fólk fái bæði vinnu og geti bjargað sér. Það finnst mér ekki vera gert. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, með aukinni skattlagningu, með því að stöðva allar framkvæmdir eða standa í vegi fyrir þeim, duga því miður ekki til að bjarga þeim sem þessi úrræði bjarga ekki. Ég segi já.