138. löggjafarþing — 150. fundur,  3. sept. 2010.

fjölmiðlaumhverfi á Íslandi.

[10:50]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. menntamálaráðherra svarið. Það er kannski fyrst og fremst húsnæðið sem ég var að spyrja hana um. Nú hafa sennilega flestallir þingmenn komið nokkrum sinnum upp í Efstaleiti og húsnæðið er gríðarlega stórt og gríðarlega dýrt í rekstri miðað við þær gríðarlegu tæknibreytingar sem hafa orðið í fjölmiðlun á undanförnum árum. Er ekki einfaldlega, eins og ég nefndi, ráð að reyna að byrja upp á nýtt? Alla vega með hugmyndirnar?

Í öðru lagi langar mig að beina þeirri ábendingu til allra hv. þingmanna að við sem einhvers konar framverðir lýðræðis í landinu verðum að halda vakandi hugmyndum um að fjölmiðlun sé fjórða valdið sem veiti samfélaginu og stjórnmálunum aðhald og við megum ekki láta það gerast að Ísland verði fyrsta vestræna lýðræðisríkið án þessa svokallaða fjórða valds.