138. löggjafarþing — 150. fundur,  3. sept. 2010.

fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

597. mál
[12:33]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann telji að hv. þingmenn sem sitja í hv. allsherjarnefnd hafi dregið nægilegan lærdóm af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Eins langar mig að spyrja hver er skoðun hans á því að lögaðilar sem hafa ekki kosningarrétt, t.d. fyrirtæki eða önnur félög, geti styrkt bæði stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka.