138. löggjafarþing — 150. fundur,  3. sept. 2010.

fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

597. mál
[12:44]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég óska eftir því að þessum fundi verði frestað og umræðunni frestað þar til flutningsmenn þessa máls koma í þingsalinn. Ég vek athygli á því að flutningsmenn eru formenn allra stjórnmálaflokka á þingi nema Hreyfingarinnar. Enginn fulltrúi neins þeirra er hér í salnum nema hv. formaður allsherjarnefndar. Það er enginn þingmaður annar í salnum en ég og hv. formaður allsherjarnefndar og hv. þm. Margrét Tryggvadóttir. Mér finnst algerlega ótækt að Alþingi ætli að afgreiða hér 2. umr. um mál er varðar fjármál stjórnmálaflokka án þess að þingmenn séu viðstaddir, að ég tali nú ekki um að það sjáist ekki heldur í formenn þingflokka þeirra.