138. löggjafarþing — 150. fundur,  3. sept. 2010.

fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

597. mál
[14:07]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég geri aftur athugasemd og kröfu um það að flutningsmenn þessa frumvarps verði í salnum á meðan verið er að ræða það. Hér er verið að ræða frumvarp til laga um fjármál stjórnmálaflokka. Engir þingmenn voru í salnum áðan nema ég, hv. þm. Róbert Marshall og hv. þm. Margrét Tryggvadóttir. (PHB: Ég.) Hv. þm. Pétur Blöndal kom inn í miðja umræðuna. (Gripið fram í: Ég líka.)

Flutningsmenn þessa frumvarps eru formenn stjórnmálaflokkanna, fjórflokkurinn baktryggður í bak og fyrir. Þeir láta ekki sjá sig hérna inni. Það er skammarlegt með hvaða hætti á að ræða þetta mál, það á að reyna að sópa því undir teppið og forða sér í burt frá því. Ég geri einfaldlega þá kröfu að þingmenn verði viðstaddir og að flutningsmenn frumvarpsins komi til fundar áður en umræðunni verður fram haldið.