138. löggjafarþing — 150. fundur,  3. sept. 2010.

fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

597. mál
[15:16]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Hv. þm. Þór Saari vill þá að það sé flokksskrifstofan sem sér um prófkjörið og þar með er hún komin með valdið. Ég er ekki viss um að það sé endilega besta leiðin til að stunda kynningu á frambjóðendum. Fyrir utan það að frambjóðendur eru misvel þekktir fyrir. Sumir eru á þingi, sumir eru ráðherrar, aðrir eru óþekktir. Hvernig ætla menn að jafna þann mun með einu tímariti frá flokksskrifstofunni?

Ég held að það sé ekki til endanleg lausn en þetta er svo sem innlegg í málið að öllum prófkjörum og allri kosningaþátttöku og kosningabaráttu verði stýrt frá flokkunum. En ég vissi ekki að hv. þingmaður væri svona hallur undir flokksræðið.