138. löggjafarþing — 151. fundur,  6. sept. 2010.

framkvæmdir í vegamálum.

[10:35]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Virðulegur forseti. Ég tel að málið sé ekki eingöngu á viðræðustigi. Málið er miklu lengra komið en það og þrýstingur frá aðilum vinnumarkaðarins hefur verið mikill vegna þess að verkefnin eru beinlínis tilbúin. Í lögunum sem við afgreiddum í sumar eru þau m.a.s. tilgreind. Það er rétt sem hæstv. ráðherra segir, hér er um að ræða að færa vegaframkvæmdir að hluta til yfir í einkaframkvæmd. Við skulum vera meðvituð um það í þeirri umræðu að það er verið að opna fyrir gjaldtöku í ákveðnum tilvikum. Stóra spurningin er auðvitað: Er núverandi nýviðtekinn ráðherra á móti gjaldtöku í vegaframkvæmdum? Er hann í prinsippinu á móti því að fara með slíkar framkvæmdir yfir í einkaframkvæmd? Ef svo er, hvernig ætlar hann þá að fylgja þeirri sannfæringu sinni eða er það þannig eins og er að spyrjast út á göngum þingsins að öll þessi mál verði áfram í höndum fyrrverandi ráðherra málaflokksins?