138. löggjafarþing — 151. fundur,  6. sept. 2010.

hagvöxtur.

[10:48]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Engar grímur hefðu þurft að renna á hæstvirta ráðherra ríkisstjórnarinnar vegna þess að þessar upplýsingar komu fram í Peningamálum. Það er hins vegar rétt hjá hæstv. ráðherra að atvinnulausum hefur fækkað. Út af hverju? Vegna þess að þeir hafa farið út af vinnumarkaði. 22.500 störf hafa tapast á Íslandi síðustu 24 mánuði.

Ríkisstjórnin kynnti stefnumál sín og þar er ekki með einu orði minnst á að fjölga störfum. Því langar mig til að spyrja hæstv. efnahagsráðherra aftur: Er hann sammála því að þessi blekkingaleikur sé ólíðandi og skemmi bara fyrir í þeim efnahagsbata sem við þurfum að sjá? Hvað hyggst hæstv. ráðherra gera til að störfum fjölgi á ný hér á landi? Er kannski ráð fyrir hæstv. efnahagsráðherra að lýsa (Forseti hringir.) á ný yfir kreppunni sem hæstv. fjármálaráðherra og forsætisráðherra blésu af á fimmtudaginn?