138. löggjafarþing — 151. fundur,  6. sept. 2010.

árleg ráðstefna á Akureyri um málefni heimskautasvæðanna.

341. mál
[11:09]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vil einfaldlega þakka þingmönnum Norðausturkjördæmis sem hafa undir forustu hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar borið fram þessa þingsályktunartillögu um árlega ráðstefnu á Akureyri um málefni heimskautasvæðanna. Utanríkismálanefnd fjallaði um þetta mál og er einhuga í því að með samþykkt þessarar tillögu sé í verki verið að leggja áherslu á að norðurslóðamál séu eitt af forgangsverkefnum í íslenskri utanríkisstefnu og að með samþykkt hennar sé sömuleiðis verið að viðurkenna hið metnaðarfulla starf sem er unnið á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri á þessu sviði. Það er góður möguleiki á að festa Ísland og ekki síst þá Akureyri í sessi sem miðstöð norðurslóðarannsókna og vísindastarfsemi, og norðurslóðamála almennt. Ég legg til að þessi tillaga verði samþykkt.