138. löggjafarþing — 151. fundur,  6. sept. 2010.

meðferð einkamála.

687. mál
[11:26]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér erum við að greiða atkvæði í 2. umr. um hin svokölluðu málsóknarfélög sem sumir hafa kosið að kalla hópmálsókn. Þetta er mikil réttarbót. Þessi lög eiga nú þegar að taka gildi og er þetta mikil réttarbót fyrir þá sem hafa svipaðar kröfur og sambærilegar. Þeir geta þá safnast saman og flutt eitt mál fyrir dómstólum. Þetta er mikil réttarbót og þingflokkur Framsóknarflokksins stendur að sjálfsögðu með þessu frumvarpi og segir allur í heild sinni já við því.