138. löggjafarþing — 151. fundur,  6. sept. 2010.

fundarstjórn.

[12:04]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tel það í sjálfu sér vera eitthvað sem ætti alveg að vera hægt að koma til móts við að því leytinu til sem það snertir þetta frumvarp sem nú kemur til 2. umr. Það er búið að skilja frá stofnun svokallaðs atvinnuvegaráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis en eftir stendur sameining samgöngu- og dómsmálaráðuneytis annars vegar og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis hins vegar þannig að ég tel það koma til greina og mun skoða það sérstaklega sem flutningsmaður og formælandi meirihlutaálitsins hvort það verður tekið til skoðunar innan þeirra nefnda sem heyra til þeirra ráðuneyta sem hér er verið að leggja til að sameinist.