138. löggjafarþing — 151. fundur,  6. sept. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

658. mál
[12:25]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér ræðum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands. Þetta er það umfangsmikið mál að mér finnst óeðlilegt að hæstv. forsætisráðherra sé ekki við þessa umræðu. Þess vegna fer ég fram á það við forseta að hæstv. forsætisráðherra verði kallaður til til að hlusta á það sem þingmenn hafa hér að segja, sérstaklega í ljósi þess að þetta er lagt fram í mikilli ósátt.