138. löggjafarþing — 152. fundur,  7. sept. 2010.

skipulagslög.

425. mál
[17:28]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kem hér aðeins upp til að leggja til við hv. þm. Mörð Árnason og ég skal jafnvel bjóða honum að fara með honum og kynna honum uppbyggingu sveitarfélaga á landsvísu. Þetta snýst ekki um höfuðborgarsvæðið versus landsbyggð, þetta snýst ekki heldur um einstök tilvik eða skyndilega uppbyggingu. Ég skal kynna fyrir honum talsvert mörg sveitarfélög á landinu sem hafa verið í mjög langan tíma í skynsamri hægfara uppbyggingu sem er þó þannig að hún skilar meiri tekjum inn í Skipulagssjóð en þau fá út úr honum.

Það mætti hins vegar taka umræðu um það hér, frú forseti, að sum sveitarfélög, og alveg óháð því á hvaða landshorni þau eru, hafa kannski farið fullgeyst og þar sé talsvert mikið af bæði íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði sem er ónotað og spurning hvaða tekjur séu af því og hvort það hafi verið skynsamlegt.