138. löggjafarþing — 153. fundur,  8. sept. 2010.

orð þingmanna í umræðu um störf þingsins.

[11:07]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég vildi aðeins vekja athygli hæstv. forseta á því að hér voru fjöldamargir aðrir þingmenn búnir að óska eftir því að ræða fundarstjórn forseta við hæstv. forseta, voru raunar á undan mér að biðja um orðið. Hins vegar gerði ég úr sæti mínu athugasemd við það að þeir fengju ekki tækifæri til þess og óskaði eftir því að hæstv. forseti tæki tillit til þess að ýmsir þingmenn töldu ástæðu til að ræða fundarstjórn forseta, ekki bara í tilefni af reiðilestri hæstv. fjármálaráðherra heldur af fleiri sökum.