138. löggjafarþing — 153. fundur,  8. sept. 2010.

meðferð einkamála.

687. mál
[11:12]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um mjög svo merkilegt og mikilvægt mál sem er til mikilla hagsbóta fyrir almenning. Ég vil samt vekja athygli á því að réttarfarsnefnd skilaði af sér þessu frumvarpi. Talsmaður neytenda fékk það ekki til umsagnar einhverra hluta vegna og hefur gert athugasemdir við það í mín eyru. Það er of seint að breyta frumvarpinu héðan í frá en athugasemdir hans eru efnislega mikilvægar. Ég legg því til að á næsta þingi taki allsherjarnefnd þetta mál upp aftur, leggist yfir það og skoði það til að allir verði ánægðir með þetta mikilvæga úrræði. En ég fagna mjög atkvæðagreiðslu um það.