138. löggjafarþing — 154. fundur,  9. sept. 2010.

orð utanríkisráðherra um þingmenn.

[10:36]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Það er ánægjulegt að skynja þennan hlýhug sem birtist aftur frá hæstv. utanríkisráðherra, en hvað með sessunaut ráðherrans í þinginu? Er hann tilbúinn til að klára það sem hann hóf í ræðu sinni áðan og biðja hæstv. landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra afsökunar á orðum sínum um ráðherrann? Væru það ekki ágætislok á þessu þingi? Nú styttist í að því ljúki og vonandi verða orð ráðherrans um samvinnu og góða sátt til þess að ráðherrann beiti sér fyrir því að við vinnum í sameiningu að því sem til var ætlast af Samfylkingunni þegar hún fékk sitt annað tækifæri, þ.e. að fara að huga að skuldastöðu heimilanna í landinu og uppbyggingu atvinnulífs. Það hefur því miður alveg gleymst þessi tvö ár. Það er þó smávonarglæta eftir orð ráðherrans, en hvað segir hann um hugmyndina um að biðja hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra afsökunar?