138. löggjafarþing — 154. fundur,  9. sept. 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[14:05]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Samkvæmt þessu frumvarpi mun ríkið hætta að innheimta iðnaðarmálagjald í framtíðinni. Það er vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu en það ætlar samt að halda áfram að innheimta gjaldið fyrir árið 2009 en það er innheimt á þessu ári. Mér finnst þetta svolítið eins og að vera tekinn fyrir að keyra fullur, lofa að gera það aldrei aftur en keyra samt heim. Ég segi nei.