138. löggjafarþing — 154. fundur,  9. sept. 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[14:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þetta frumvarp hefur batnað mjög mikið í meðförum þingsins vegna þess að hæstv. ríkisstjórn gerði ekki ráð fyrir því að fella niður lögin þrátt fyrir að þau væru mannréttindabrot. Þess vegna mundi ég gjarnan vilja greiða atkvæði með þessu en ég get það ekki, frú forseti, vegna þess að ekki er gert ráð fyrir því að lögin falli nú þegar úr gildi og að þau mannréttindabrot sem framin hafa verið verði leiðrétt. Ég verð því miður að sitja hjá þó að ég vildi gjarnan greiða því atkvæði að þessi mannréttindabrjótandi lög yrðu felld úr gildi. Ég sit hjá. [Hlátur í þingsal.]