138. löggjafarþing — 154. fundur,  9. sept. 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[14:08]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Við atkvæðagreiðslu að lokinni 2. umr. átti ég samleið með hv. þm. Pétri Blöndal í atkvæðagreiðslum mínum, þ.e. ég gat ekki fellt mig við útfærsluna eins og hún er hugsuð af hálfu meiri hluta nefndarinnar og frá málinu er gengið. Ég styð hins vegar að sjálfsögðu þá meginbreytingu sem felst í því að lögfesta þetta frumvarp, að fella niður þetta gjald. Mér finnst það stórmál, það er stórmál í þeirri baráttu að vinna gegn því að menn séu skyldaðir til að greiða til félaga sem þeir vilja ekki vera í. Í ljósi þess get ég ekki annað en greitt atkvæði með því að þetta frumvarp nái fram að ganga þó að ég hefði hugsanlega kosið að útfærslan yrði með öðrum hætti.