138. löggjafarþing — 155. fundur,  9. sept. 2010.

Afbrigði um dagskrármál.

[15:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Málið er mjög einfalt. Ég mun greiða atkvæði gegn því að þetta mál fái flýtiafgreiðslu og það eru afskaplega skýr rök fyrir því. Það er ekki hægt að finna betra dæmi um óvönduð vinnubrögð frá framkvæmdarvaldinu og löggjafanum en í þessu máli. Ég hvet hv. þingmenn og aðra sem áhuga hafa á þingstörfum að skoða þetta mál, skoða þau gögn sem liggja til grundvallar. Kosturinn er sá að það er mjög einfalt að gera því að þau eru svo lítil og það tekur mjög skamman tíma að lesa þau vegna þess að hér hefur ekki verið unnið neitt í þessu máli eins og lagt var upp með og hefur verið fullyrt.

Ég hvet þingmenn til að hugsa næst þegar menn eru stóryrtir um mikilvægi þess að efla þingið, (Forseti hringir.) vanda vinnubrögðin og annað slíkt, að menn ætla að láta þetta renna í gegn (Forseti hringir.) þvert á þau fögru orð.